Ljósaperan sem lýst hefur upp heimili okkar síðan á 18.öld er opinberlega á leiðinni út. Óhagkvæm tækni gerir það að verkum að mest af orku perunnar tapast sem hiti en aðeins lítill hluti fer í að lýsa peruna upp. Einnig hefur glóperan fallið úr náðinni út af fjárhagslegum og vistfræðilegum áhyggjum. Stjórnvöld víða um heim eru í óðaönn að taka þessar litlu orkusugur af markaðnum, þannig að jafnvel þó að einstaklingar vildu, geta þeir,eftir nokkur ár ekki keypt venjulegar glóperur.
Augljósi valkosturinn væri e.t.v. sparperan sem hefur mun betri nýtni en glóperan. Sparperan er í raun uppbyggð eins og hefðbundin flúrpera. Sparperan hefur þó þá ókasti að innihalda mercury (sem er afar mengandi efni), ásamt því gefa stundum frá sér óþægilega flöktandi birtu sem getur valdið höfuðverkjum.
Ljósdíóður (ljóstvistar) hafa verið notaðar í mörg ár. Þær lýsa upp úrið þitt, jólaseríuna, vasaljósið, símann og flest öll raftæki með upplýsinga skjáum. En til heimilisnota hafa díóður fram að þessu, ekki náð verulegri fótfestu. Nokkrir ókostir ollu því lengi vel, að framleiðendur ljósapera vildu ekki fjöldaframleiða þær og markaðasetja sem arftaka glóperunnar.
Á síðast liðnum árum hafa hins vegar orðið mjög miklar framfarir við þróun díóðuperunnar, þessarar sem hægt er að skipta út fyrir glóperuna. Fleiri og fleiri fyrirtæki og heimili eru að kynna sér þennan nýa valkost. Töluverður skriður er nú kominn á framboð á díóðuperum í Bandaríkjunum Asíu og á meginlandi Evrópu. Það kemur engum á óvart þar sem raforkuverð er víðast hvar töluvert hæra heldur en á Íslandi.
Í mörgum tilvikum eru díóðuperur afar happlegur valkostur en passa bara hreinlega ekki við aðrar aðstæður. Þó svo að þróun á þessari tækni sé gríðarlega langt kominn eru enn mikil sóknarfæri hvað varðar frekari þróun á tækninni.
Í dag eru til díóðu staðgenglar fyrir flest allar perur upp á 60w, þó vantar inn í línuna ýmsa staðgengla fyrir sparperur eins og t.d. G24. Ætla má þó að á næstu 2 árum verði hringurinn fullkomnaður og staðgenglar fyrir allar gerðir komnar á markað.